Ir.is
Title
Iðnskólinn í Reykjavik
Description
Innritun nemenda í dagskólann á haustönn 2006 er nú lokið. Mikil vinna er að ganga frá umsóknum og ákveða hverjir fá skólavist, en þann 23. júní verður búið að ganga frá þeim málum og þá verða sendir gíróseðlar til þeirra sem fengið hafa skólavist. Rétt er að leggja á það áherslu að greiðsla gíróseðlanna er forsenda skólavistar. Þeir sem greiða seðlana á réttum tíma ganga fyrir við afhendingu stundaskráa, þannig að við skorum á nemendur að ganga frá sínum málum á réttum tíma, skv. seðlunum sem þeir fá.
Rafræn innritun í fjarnám og í kvöldskólann á haustönn fer fram hér á vef skólans í sumar, auk þess sem einnig verður sérstaklega innritað í kvöldskólann í ágúst. Með því að smella á skáletruðu orðin í línunni hér fyrir ofan komast áhugasamir í samband við upplýsinga- og innritunarsíður.
Við í Iðnskólanum höfum verið svo lánsöm að í nám hjá okkur hafa komið nemendur frá fjölmörgum heimshornum og af flestum þeim litarháttum sem um er að velja í heiminum. Þetta hefur sett skemmtilega fjölþjóðlegan svip á skólann, eins og glöggt hefur komið fram við ýmis tækifæri, svo sem á Öðruvísi dögumi.Hér hefur um nokkurt skeið verið starfandi sérdeild þar sem m.a. nýbúum, sem ekki hafa náð fullum tökum á íslensku, hefur verið kennt.