Harpa.is

Title

Flügger litir - Forsíða

Description

Harpa Sjöfn hf. varð til haustið 2001 við sameiningu málningarverksmiðja Hörpu hf. í Reykjavík og Sjafnar á Akureyri. Við sameininguna þótti öllum sjálfsagt að fyrirtækið hlyti nafnið Harpa Sjöfn sem átt hefur sterka hefð í þjóðarsál Íslendinga síðustu 20 árin eftir að Stuðmenn gerðu vinsælt lag og persónu með því nafni ódauðlega.

Á bak við fyrirtækið er löng og sterk hefð á sviði íslenskrar málningarframleiðslu. Harpa hf. var stofnuð árið 1936 og hefur framleitt málningu síðan. Efnaverksmiðjan Sjöfn er enn eldri því árið 1932 var hún stofnuð með sápu-og hreinlætisvöruframleiðslu að markmiði. Það var árið 1957 sem málningarframleiðsla hófst hjá Sjöfn og frá þeim tíma og frá stofnári Hörpu teljum við þegar sagt er að Harpa Sjöfn hf. og forverar hennar hafi framleitt íslenska gæðamálningu í 112 ár.

Um eignarhald Hörpu Sjafnar hf. er það að segja að Sjöfn var í eigu samvinnuhreyfingarinnar þar til árið 2000 að einkaaðilar keyptu meirihluta fyrirtækisins og stóðu að sameiningu við Hörpu haustið 2001. Harpa hf. var stofnuð árið 1936 af 5 einstaklingum sem áttu fyrirtækið saman til árisins 1961 en þá keypti fjölskylda Magnúsar Helgasonar um 60% hlutafjár af þremur stofnendanna. Magnús tók þá við starfi framkvæmdastjóra og gegndi því til ársins 1992 eða í 31 ár. Þá tók sonur hans, Helgi Magnússon, við starfi framkvæmdastjóra. Í nóvember 2002 keyptu eigendur Hörpu hf. öll hlutabréf norðanmanna í Hörpu Sjöfn hf. og er fyrirtækið nú alfarið í eigu tveggja fjölskyldna. Þóra Guðrún Óskarsdóttir, dóttir eins stofnanda Hörpu hf., og fjölskylda hennar eiga 23% hlutafjár en Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og nánustu ættingjar hans eiga 77%. Hér er því um að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki í þröngu eignarhaldi.

read more

Languages

íslenska (Icelandic)

Logos

Logo-harpa-is.jpg

Additional Information

Related Domains



Retrieved from "http://aboutus.com/index.php?title=Harpa.is&oldid=24959230"